Fréttir | 06. nóvember 2018 - kl. 19:38
Fermingarbörn söfnuðu fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Fermingarbörn á Blönduósi söfnuðu fyrir Hjálparstarf kirkjunnar fimmtudaginn 1. nóvember sl. Hjálparstarf kirkjunnar vinnur að góðum málefnum hérlendis og erlendis. Nú í ár var fjársöfnun fermingarbarna þjóðkirkjunnar í vatnsverkefni í Afríku, nánar tiltekið í Úganda og Eþíópíu.

Alls söfnuðust 60.890 og er hér komið á framfæri þökkum frá kirkjunni á Blönduósi og Hjálparstarfi kirkjunnar til fermingarbarnanna sem lögðu söfnuninni lið og allra þeirra sem styrktu söfnunina.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga