Albert og Bergþór.
Albert og Bergþór.
Fréttir | 23. nóvember 2018 - kl. 09:20
Fjáröflunar- og skemmtikvöld SAHK

Í tilefni 90 ára afmælis Sambands austur-húnvetnskra kvenna (SAHK), ætlar sambandið að standa fyrir skemmtikvöldi fimmtudaginn 29. nóvember næstkomandi klukkan 20:00 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Allur ágóði mun renna til Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi til kaupa á baðlyftu en hún kostar um 1,2 milljónir króna. Vonast er til þess að sem flestir sjái sér fært að styrkja þetta góða málefni.

Dagskráin verður með léttu sniði, Albert og Bergþór verða með erindi um daglegt líf á léttum nótum með söng og fleiru skemmtilegu. Hjónadúettinn Hugrún og Jonni, Sigga og Dóri verður með söngatriði, dregið verður í happdrætti, boðið upp á léttar veitingar og fleira.

Aðgangseyrir verður kr. 3.000 og einnig verður hægt að kaupa auka happdrættismiða á kr. 1.000. Veglegir vinningar í boði. Enginn posi verður á staðnum.

Skráning er á netfangið audolfur@simnet.is eða í síma 8640208 (Ingibjörg) 8463017(Gunna). Skráningu lýkur sunnudaginn 25. nóvember.

Fyrirtæki og þeir sem ekki sjá sér fært að mæta en vilja styðja gott málefni geta lagt inn á reikning Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar: 0307-26-270 kt. 490505-0400.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga