Fréttir | 14. nóvember 2018 - kl. 15:38
Langar þig að vera óstöðvandi?

Stéttarfélögin Aldan, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, SFR, Samstaða og Kjölur bjóða félagsmönnum sínum á námskeið sem haldin eru á vegum Farskólans á Norðurlandi vestra. Búið er að halda eitt námskeið sem tókst afar vel, að sögn Halldórs Gunnlaugssonar verkefnastjóra hjá Farskólanum. Framundan er námskeiðið „Langar þig að vera óstöðvandi?“ sem haldið verður á Sauðárkróki og Blönduósi 20. nóvember og á Hvammstanga 3. desember. Leiðbeinandi er Bjartur Guðmundsson leikari. Námskeiðið er opið öllum.

Um námskeiðið:

Hefur þú upplifað stund þar sem þú lékst á alls oddi?

Jafnvel dag sem þú varst upp á þitt allra besta. Samskipti voru frábær, hugmyndaauðgi í hámarki, sjálfstraust, hugrekki, orka, og ástríða alls ráðandi. Þetta tilfinningalega ástand sem sumir kalla „sónið“ þar sem við erum óstöðvandi.

Hugmyndafræðin og aðferðirnar sem kynntar eru á námskeiðinu miða að því að byggja upp færni til þess að kveikja á og kynda upp tilfinningar sem stórauka aðgengi okkar að innri auðlindum eins og hæfileikum, upplýsingum og skapandi hugsun og bæta þar með gæði allra ákvarðanna og athafna.

Námskeiðið er þrjár klukkustundir, þar sem virk þátttaka og gleði ráða ríkjum. Það skiptist upp í þrjá hluta: #1 skilning #2 upplifun #3 þjálfun.

Leiðbeinandi:  Bjartur Guðmundsson, leikari

Fjöldi: Lámarksþátttaka er 10 manns.

Lengd: 3 klst.

Hvenær:
Sauðárkrókur 20.nóv. kl. 13:00-16:00
Blönduós 20.nóv. kl. 18:00-21:00
Hvammstangi 3.des. kl. 18:00-21:00

Verð: 13.900 kr. Stéttarfélögin SFR, Kjölur, Samstaða, Aldan og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn.

Hér má sjá Bjart Guðmundsson leikara auglýsa námskeiðið: https://drive.google.com/file/d/1VPZ3ZNz6uzh25HI_0J3r3Ct0k4BwaYuF/view

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga