Fréttir | 15. nóvember 2018 - kl. 14:50
Húnavatnshreppur á móti áformum um Húnavallaleið

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps leggst alfarið gegn þeim áformum sem koma fram í athugasemdum Samgöngufélagsins við þingsályktunartillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2015-2033. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að sveitarfélagið leggi áherslu á að inn í samgönguáætlun rati þau verkefni við stofn- og tengivegi sem heimamenn hafi bent á að nauðsynleg séu innan Húnavatnshrepps. Öll þau verkefni séu nauðsynlegt og brýn.

Tengd frétt:

Vilja Húnavallaleið aftur á dagskrá

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga