Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 30. nóvember 2018 - kl. 10:05
Ný fyrirtæki á Skagaströnd

Á vef Skagastrandar er sagt frá því að enn vaxi skemmtilegir og góðir atvinnusprotar á Skagaströnd. Um áramótin opni Erla Jónsdóttir rekstrarfræðingur bókhalds- og rekstrarráðgjafastofu í kjallara gamla kaupfélagsins og þá hafi Eygló Amelía Valdimarsdóttir snyrtifræðingur unnið hörðum höndum að undanförnu við að standsetja snyrtistofu í húsnæði hágreiðslustofunnar Viviu.

Nýja rekstrarráðgjafastofan heitir Lausnamið og verður Sigríður Gestsdóttir starfsmaður þar með Erlu en hún er menntuð sem viðurkenndur bókari. Á vef Skagastrandar segir að bæði þessi þjónustufyrirtæki séu þörf viðbót við atvinnuflóruna á Skagaströnd og er þeim óskað velgengni á komandi tímum.

Nýverið fékk svo Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra níu milljón króna styrk til að vinna að verkefni um að koma bókum sáttanefnda á landinu á tölvutækt form og gera þær aðgengilegar á netinu. Þetta kallar á að ráðinn verði starfsmaður eða menn í verkið sem unnið verður í samvinnu við Héraðsbókasafnið á Sauðárkróki.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga