Fréttir | 30. nóvember 2018 - kl. 12:37
Jólatónleikar Jólahúna

Jólatónleikar Jólahúnanna fara fram um helgina á þremur stöðum í Húnavatnssýslum undir yfirskriftinni samstaða og kærleikur. Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefjast klukkan 21. Á laugardaginn fara fram tvennir tónleikar í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka, þeir fyrri klukkan 17 og seinni klukkan 21. Sunnudaginn 2. desember klukkan 18 verða tónleikar í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd.

Að venju verða flutt jólalög af ýmsum toga, ávarp leikmanns verður á sínum stað og í hléi sér heimafólk um veitingasölu, kakó kökur og jólaglögg, að því er fram kemur í auglýsingu frá Jólahúnunum.

Miðaverð: 3.000 krónur, 12 ára og yngri 1.000 krónur.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga