Knapi ársins 2018 hjá Neista, Bergrún Ingólfsdóttir.
Knapi ársins 2018 hjá Neista, Bergrún Ingólfsdóttir.
Fréttir | 03. desember 2018 - kl. 18:48
Glatt á hjalla á búgreinahátíð

Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í Austur-Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Neista var haldin um miðjan síðasta mánuð og mætti fjöldi manns í Félagsheimilið á Blönduósi til að fagna saman. Á uppskeruhátíðinni voru veitt verðlaun fyrir ýmsa flokka. Knapi ársins hjá Neista var valin Bergrún Ingólfsdóttir. Vænsta lambið kom frá Syðri-Ey, besti hrúturinn frá Vindhæli, hæst dæmda lambið frá Stekkjardal, afurðahæsta sauðfjárbúið var Stekkjardalur, afurðahæsta kúabúið var Brúsastaðir, Mugison frá Hæli hlaut Fengsbikarinn og Korpur frá Steinanesi fékk Blöndalsbikarinn.

Að venju veittu Samtök hrossabænda í Austur-Húnavatnssýslu ræktendum í félaginu viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin og ræktunarbú ársins:  

Ræktunarbú 2018: Steinnes.
Hryssur fjögra vetra: Stikla frá Síðu, a.e. 7.52.
Hryssur fimm vetra: Krækja frá Sauðanesi, a.e. 7.89.
Hryssur sex vetra: Kúnst frá Steinnesi, a.e. 8.23.
Hryssur sjö vetra og eldri: Þyrnirós frá Skagaströnd, a.e. 8.36.
Stóðhestar fjögra vetra: Korpur frá Steinnesi, a.e. 8.23.
Stóðhestar fimm vetra: Kleó frá Hofi, a.e. 8.27.
Stóðhestar sex vetra: Mugison frá Hæli, a.e. 8.55.
Stóðhestar 7. vetra og eldri: Vegur frá Kagaðarhóli, a.e. 8.53.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga