Fréttir | 04. desember 2018 - kl. 11:37
Kennimerki fyrir fyrirtæki á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa látið hanna kennimerki sem fyrirtæki á svæðinu geta nýtt í markaðssetningu sinni. Kennimerkið gefur til kynna hvar á landinu viðkomandi fyrirtæki er staðsett. Natalia Grociak hannaði merkið en hún er grafískur hönnuður og vöruhönnuður með búsetu í Húnaþingi vestra.

Hönnun kennimerkisins er hluti af markaðs- og kynningarátaki innan SSNV sem hófst árið 2016. Einnig hefur verkefni í tengslum við sóknaráætlun Norðurlands vestra verið í gangi sem hefur það markmið að aðstoða frumkvöðla og sprotafyrirtæki með markaðsmál.

Áhugasamir geta sótt sér kennimerkið á vef samtakanna. Sé þörf á betri upplausn er hægt að óska eftir að fá kennimerkið sent í tölvupósti með því að hafa samband við Sveinbjörgu á sveinbjorg@ssnv.is.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga