Fréttir | 04. desember 2018 - kl. 11:47
109 styrkumsóknir til Uppbyggingarsjóðs

Alls bárust 109 umsóknir um styrki til Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra en umsóknarfrestur rann út 22. nóvember síðastliðinn. Fjöldi umsókna er svipaður og undanfarin ár. Óskað var eftir tæpum 185 milljónum króna í styrki en til úthlutunar eru rúmar 60 milljónir króna. Umsóknirnar fara nú til umfjöllunar hjá úthlutunarnefnd og fagráðum Uppbyggingarsjóðsins. Stefnt er að svörum frá sjóðnum um miðjan næsta mánuð.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga