Bæjarskrifstofurnar á Blönduósi
Bæjarskrifstofurnar á Blönduósi
Fréttir | 06. desember 2018 - kl. 20:46
Móttaka flóttafólks rædd hjá Blönduósbæ

Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar í gær var tekið fyrir erindi frá velferðarráðuneytinu um móttöku flóttafólks. Í því er Blönduósbæ boðið að taka á móti flóttafólki frá Sýrlandi. Byggðaráð tók jákvætt í erindið með fyrirvörum er varðar húsnæði og aðra þætti. Í fundargerð byggðaráðs segir að mikilvægt sé að kynna verkefnið vel fyrir stjórnsýslu, stofnunum og öllum þeim sem koma þurfi að málum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga