Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi
Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi
Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi
Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi
Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi
Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi
Höfðabraut 28 á Hvammstanga
Höfðabraut 28 á Hvammstanga
Höfðabraut 28 á Hvammstanga
Höfðabraut 28 á Hvammstanga
Fréttir | 07. desember 2018 - kl. 15:58
Nýbyggingar á Blönduósi og Hvammstanga auglýstar til sölu

Í dagskrárblaðinu Sjónarhorni þessa vikuna er auglýsing frá Uppbyggingu ehf. og Húseign fasteignamiðlun þar sem auglýstar eru til sölu fyrirhugaðar nýbyggingar við Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi og við Höfðabraut 28 á Hvammstanga. Húsin tvö sem stendur til að byggja eru fimm hæða fjölbýlishús með 20 íbúðum í hvoru húsi. Íbúðirnar eru tveggja, þriggja og fjögurra herbergja frá 61,5 fermetrum upp í 100 fermetra að stærð.

Baldvin Ómar Magnússon hjá Húseign fasteignamiðlun segir að áætlað sé að afhenda kaupendum íbúðirnar í byrjun árs 2020 en það miði við að hafist verði handa við að byggja þær í byrjun næsta árs. Hann segir að íbúðirnar verði sérlega glæsilegar, harðparket í öllum rýmum nema forstofu og baðherbergjum þar sem verði flísar. Innihurðir verði yfirfelldar eikarhurðir, baðherbergisveggir flísalagðir og loftræsting frá baðherbergjum. Svalir verði steyptar með galvinseruðu járnhandriði og klætt með plastplötum. Allir útveggir húsanna verði einangraðar forsteyptar einingar, gluggar og hurðir úr timbri og áli og loftplötur steyptar. Þá segir Baldvin að stéttar við aðalinnganga verði steyptar og hellulagðar með hitalögnum að hluta, lóðir þökulagðar og bílaplön malbikuð.

ASK arkitektar sjá um hönnun húsanna, byggingaraðili er Uppbygging ehf. og Loftorka sér um forsteyptu einingarnar. Innréttingar eru frá Voké-lll

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga