Ásmundur á spjalli við Valgarð Hilmarsson í gær. Ljósm: FB/Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur á spjalli við Valgarð Hilmarsson í gær. Ljósm: FB/Ásmundur Einar Daðason.
Fréttir | 14. desember 2018 - kl. 10:38
Ásmundur Einar heimsótti gagnaverssvæðið

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, skoðaði gagnaversuppbygginguna á Blönduósi í gær. Segir hann frá heimsókninni á Facebook síðu sinni og finnst ánægjulegt að sjá kraftinn í uppbyggingunni. „Þetta er gott dæmi um mikilvægi þess fyrir byggðina að íslensk orka sé nýtt til uppbyggingar í heimabyggð en ekki flutt úr landi með sæstreng,“ segir Ásmundur.

Nefnir hann einnig að langt sé síðan tveir byggingakranar hafi verið í notkun í Austur-Húnavatnssýslu.

Sjá nánar á Facebook síðu Ásmundar Einars.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga