Tilkynningar | 17. desember 2018 - kl. 14:36
Helgihald um jól 2018 í Skagastrandarprestakalli

Hólaneskirkja 24. desember - Aðfangadagur jóla.
Miðnæturmessa kl. 23.00:

Í hátíðarmessunni verður nýtt orgel vígt.Kór Hólaneskirkju flytur hátíðarsöngva séra Bjarna Þorsteinssonar og sungnir verða jólasálmar við undirleik Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista.

Hofskirkja 25. desember - Jóladagur.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00:

Kór Hólaneskirkju flytur hátíðarsöngva séra Bjarna Þorsteinssonar og sungnir verða jólasálmar við undirleik Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista.

Bólstaðarhlíðarkirkja 27. desember - Þriðji dagur jóla.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00:

Kór Bergsstaða-, Bólstaðarhlíðar– og Holtastaðakirkju syngur jólasálma við undirleik Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Nemendur í Tónlistarskóla A-Hún. leika á hljóðfæri. Dögun Einarsdóttir á klarinett og Hugrún Lilja Pétursdóttir á orgel. Jólaball verður í Húnaveri strax eftir messu.

Hólaneskirkja 31. desember - Gamlársdagur kl. 14.00:
Hátíðarstund um áramót með samsöng fyrir allar kynslóðir.

Guð að gefi þér gleðiríka jólahátíð og blessunarríkt nýtt ár.

Bryndís Valbjarnardóttir, sóknarprestur. Fésbók: Skagastrandarprestakall.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga