Tilkynningar | 20. desember 2018 - kl. 10:23
Helgihald um jól og áramót í Þingeyraklaustursprestakalli
Tilkynning frá sóknarpresti

Venju samkvæmt verður nokkuð um messur um jól og áramót í Þingeyraklaustursprestakalli en jól og áramót er notalegur tími til að njóta þess að fara í kirkju.

 

                        Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi

Hátíðarguðsþjónusta kl. 16:00 aðfangadag jóla. Kirkjukórinn syngur undir stjórn organista, Eyþórs Franzsonar Wechner.

                                 Blönduósskirkja

Hátíðarguðsþjónusta, aðfangadagskvöld  aftansöngur kl. 23:00. Kirkjukórinn syngur undir stjórn organista, Eyþórs Franzsonar Wechner.

                                 Þingeyraklausturskirkja

Hátíðarguðsþjónusta jóladag 25. desember kl. 14:00. Kirkjukórinn syngur undir stjórn organista, Eyþórs Franzsonar Wechner.

                                Undirfellsskirkja

Hátíðarguðsþjónusta jóladag 25. desember kl. 16:00. Kirkjukórinn syngur undir stjórn organista, Eyþórs Franzsonar Wechner.                    

                                Svínavatnskirkja

Hátíðarguðsþjónusta 26. desember annan í jólum kl. 14:00. Almennur safnaðarsöngur undir stjórn organista, Eyþórs Franzsonar Wechner. Barn verður skírt við guðsþjónustuna. 

                               Blönduósskirkja

Hátíðarguðsþjónusta 31. desember  gamlársdag kl. 14:00. Kirkjukórinn syngur undir stjórn organista, Eyþórs Franzsonar Wechner.

 

Sveinbjörn Einarsson Sóknarprestur

 

 

 

 

 

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga