Ljósm: FB/Íþróttamiðstöðin á Blönduósi.
Ljósm: FB/Íþróttamiðstöðin á Blönduósi.
Fréttir | 02. janúar 2019 - kl. 13:55
Vatnsleikfimi á Blönduósi

Í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi er boðið upp á vatnsleikfimi á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 10:00. Sjúkraþjálfari stjórnar æfingum í vatni og kosta 10 skipti 8.000 krónur. Stakir tímar kosta 1.000 krónur. Allir eru velkomnir.

Þjálfun í vatni er frábært alhliða æfingaform sem hentar fólki á öllum aldri vel. Æfingar í vatni minnka verkjaupplifun, styrkja vöðva og auka þol. Í vatninu er líkaminn léttari og álag á liðamót er minna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga