Lomber spilaður. Ljósm: hunavatnshreppur.is
Lomber spilaður. Ljósm: hunavatnshreppur.is
Fréttir | 03. janúar 2019 - kl. 11:17
Lomber í Steinkoti á miðvikudögum

Lomberklúbburinn Spaddi í Húnavatnshreppi er með spilakvöld einu sinni í viku í vetur. Spilakvöldin eru á miðvikudögum frá klukkan 20:00 til 22:30. Fyrsta spilakvöld ársins verður miðvikudaginn 9. janúar. Spilað er í veiðihúsinu Steinkoti. Lomberklúbbnum Spadda langar til að fá fleiri til að spila lomber og er til í að fara í upprifjun fyrir þá sem hafa lært hann og ekki spilað lengi eða kenna nýjum félögum þetta skemmtilega spil.

Þeir sem áhuga hafa geta haft samband við  Magnús R. Sigurðsson frá Hnjúki í síma 8624505 eða mætt í Steinkot á miðvikudagskvöldum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga