Ljósm: hunathing.is.
Ljósm: hunathing.is.
Fréttir | 06. janúar 2019 - kl. 15:56
Jólatré Húnvetninga hirt

Jólatrén sem prýtt hafa híbýli Húnvetninga yfir jólahátíðina hafa nú lokið hlutverki sínum. Eins og undanfarin ár býður Húnaþing vestra upp á að hirða jólatré frá íbúum á Hvammstanga og Laugarbakka og koma til förgunar. Íbúar þurfa að koma trjánum tryggilega fyrir utanhúss á sýnilegum stað vilji þeir nýta þjónustuna. Á Blönduósi verða starfsmenn þjónustumiðstöðvar á ferðinni í vikunni í sama tilgangi. Hjá báðum sveitarfélögunum er hægt að óska eftir því sérstaklega að tré verði tekið.

Í Húnaþingi vestra er hægt að hringja í síma þjónustumiðstöðvar (894-2909) á dagvinnutíma og óska eftir þjónustunni, sem verður dagana 8.-10. janúar.

Á Blönduósi ætla starfsmenn þjónustumiðstöðvar að fara nokkra hringi um bæinn strax á morgun, mánudag og hirða upp þau jólatré sem sett hafa verið út fyrir lóðamörk. Önnur ferð verður farin síðar í vikunni í sama tilgangi. Hægt er að óska sérstaklega eftir því að tré sé tekið með því að senda tölvupóst á netfangið blonduos@blonduos.is.

Hin hlið flugeldanna
Mikið rusl féll til um áramótin þegar tonnum af flugeldum var skotið á loft. Húnahornið hvetur íbúa í Húnavatnssýslum að sýna gott fordæmi, hreinsa upp eftir sig og koma til förgunar á réttan stað.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga