Tilkynningar | 07. janúar 2019 - kl. 18:28
Etix Everywhere Borealis auglýsir eftir starfsfólki við gagnaverið á Blönduósi

Etix Everywhere Borealis, sem nú reisir hátækni gagnaver á Blönduósi leitar eftir starfsfólki við gagnaverið. Annars vegar er um að ræða tímabundnar stóður í allt að þrjá mánuði með möguleika á fullu- eða hlutastarfi í framtíðinni og hins vegar er um að ræða tæknimenn sem munu hafa umsjón með tölvubúnaði og kerfum Etix Everywhere Borealis.

Lýsingar á störfum í boði:

Etix Everywhere Borealis leitar að starfsfólki til að setja upp tölvur og tengdan búnað. Um er að ræða tímabundnar stöður í allt að þrjá mánuði með möguleika á fullu- eða hlutastarfi í framhaldinu. Verkefni eru m.a.: Uppsetning á tölvubúnaði, uppsetning á netbúnaði og tengingum, viðhald búnaðar, halda húsnæði hreinu og þrifalegu og önnur tilfallandi vinna.

Etix Everywhere Borealis leitar að tæknimönnum í viðhald og rekstur á tölvukerfum og innviðum gagnaversins. Tæknimaður hefur umsjón með tölvubúnaði og kerfum Etix Everywhere á Blönduósi. Tæknimaður vinnur undir stjórn staðarstjóra gagnaversins á Blönduósi og er hluti af rekstarteymi gagnaversins. Verkefni eru m.a.: Uppsetning, eftirlit og viðhald með tölvubúnaði, bilanagreining og viðbrögð við bilunum í búnaði, eftirlit og viðhald með innviðum gagnaversins, styðja við almennan rekstur gagnaversins og önnur tilfallandi störf.

Kröfur til viðkomandi tæknimanns: Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund, sjálfstæði, skipulagshæfileikar og öguð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður í starfi og tölvu og/eða tæknimenntun er kostur. Viðkomandi gæti þurft að vinna í vaktarvinnu.

Áhugasamir sendi umsóknir á netfangið hannes@bdc.is. Staðarstjóri gagnaversins á Blönduósi veitir frekari upplýsinga í síma 865 1988. Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar.

H÷f. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga - New