Fréttir | 15. janúar 2019 - kl. 14:04
Blönduósblót 2. febrúar

Þorrablót Blönduósinga verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi 2. febrúar næstkomandi. Húsið opnar klukkan 19 og borðhald hefst stundvíslega hálftíma síðar. Skemmtilega nefndin sér um skemmtiatriði að vanda með annál fyrir árið 2018. Og nú er spurning hverjir verða þess heiðurs aðnjótandi að verða teknir fyrir að þessu sinni.

Veitingar verða í höndum Hafa gaman ehf. og Retro ehf. Hljómsveitin Meginstreymi sér um undirspil í fjöldasöng ásamt því að halda uppi fjöri fram á rauða nótt.

Aldurstakmark er 18 ár eða árgangur 2000 en 16-17 ára eru velkomin í fylgd með foreldri/forráðamanni.

Barinn verður opinn og því verður ekki leyft að koma með áfengi inn í húsið.

Miðaverð er kr. 7.500.

Miðapantanir í síma 865-5012 Guðrún eða á netfangið hafagaman15@gmail.com. Pantanir þurfa að berast fyrir föstudaginn 25. janúar. Miðarnir verða svo afhendir gegn greiðslu fimmtudaginn 31. janúar klukkan 16:00-17:30.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga