Húnvetningar á Mannamóti. Ljósm: FB/Edda.
Húnvetningar á Mannamóti. Ljósm: FB/Edda.
Fréttir | 17. janúar 2019 - kl. 13:10
Húnvetningar á Mannamóti í Kópavogi

Markaðsstofur landshlutanna, í samstarfi við flugfélagið Erni og Isavia, setja upp Mannamót í sjötta sinn í Kórnum í Kópavogi í dag frá klukkan 12-17. Mannamót er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Gestum á Mannamóti gefst kostur á kynna sér það sem landshlutarnir bjóða uppá.

Þau ferðaþjónustufyrirtæki í Austur-Húnavatnssýslu sem eru á Mannamótinu í Kórnum í Kópavogi í dag eru m.a. Salthús, Spákonuhof, Prjónagleði/Textílsetrið, Vötnin Angling Service, Hitt og Þetta handverk og B&S Restaurant.

Meðfylgjandi mynd er tekin af Eddu Brynleifsdóttur í Kópavogi í dag.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga