Fréttir | 19. janúar 2019 - kl. 11:43
Spennandi tímar hjá Textílmiðstöðinni

Textílmiðstöð Íslands – þekkingarsetur á Blönduósi hefur opnað nýja heimasíðu, textilmidstod.is. Einnig hefur miðstöðin opnað Facebook síðu. Á henni kemur fram að spennandi tímar séu framundan, m.a. séu nemendur úr hönnunardeild Listaháskólans á leiðinni í miðstöðina í næstu viku og svo hafi borist fréttir um að hægt yrði að fara í öll þau verkefni sem búið var að sækja styrkir fyrir hjá Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra en þeir nema samtals 3,5 milljónum króna.

Verkefnin sem um er að ræða eru listasmiðjur sem haldnar verða næsta sumar í samstarfi við Biopol á Skagaströnd, nýsköpun í vefnaði, Prjónagleði – Iceland Knit Fest 2019 og rekstrarstyrkur til áframhaldandi uppbyggingar Textíllistamiðstöðvarinnar. Þessi verkefni verða kynnt betur á næstu vikum og mánuðum, að því segir á Facebook síðu Textílmiðstöðvarinnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga