Fréttir | 19. janúar 2019 - kl. 20:24
Þorrablót Bólhlíðinga og Svínvetninga

Þorrablót Bólhlíðinga og Svínvetninga árið 2019 verður haldið í Húnaverið 2. febrúar næstkomandi. Húsið opnar klukkan 19:00 með fordrykk og boðið verður upp á að smella einni „sjálfu“ fyrir borðhaldið sem hefst klukkan 20:00. Freyja Ólafsdóttir matreiðslumeistari sér um að framreiða girnilegan þorramat. Veislustjóri verður séra Hjálmar Jónsson. Hljómsveitin Span sér um að halda uppi fjörinu. Miðaverð er kr. 8.000 kr. Ekki verður posi á staðnum.

Miðapantanir þurfa að berast í síðasta lagi sunnudagskvöldið 27. janúar og taka undirritaðir við pöntunum:

Guðrún í síma 846-3017,
Þór og Munda í síma 869-3769 og 823-6545,
Davíð og Sveinbj. í síma 452-7110,
Torfi og Kristine í síma 898-9544 og 686-9001,
Garðar í síma 821-6798.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga