Rútan utan vegar. Ljósm: FB/Lögreglan á NV.
Rútan utan vegar. Ljósm: FB/Lögreglan á NV.
Unnið að því að ná rútunni upp á veg. Ljósm: FB/Lögreglan á NV.
Unnið að því að ná rútunni upp á veg. Ljósm: FB/Lögreglan á NV.
Fréttir | 21. janúar 2019 - kl. 10:46
Umferðaróhapp við Víðihlíð í gær

Hópbifreið á suðurleið lenti utan vegar skammt sunnan við Víðihlíð í gærkvöldi. Alls voru 30 ungmenni á aldrinum 16-19 ára í bílnum auk ökumanns. Bifreiðin valt ekki og enginn meiddist. Vel gekk að ná bílnum upp með aðstoð björgunarsveita og bónda af nálægum bæ á stórri dráttarvél. Fólkið fékk gistingu í nágrenninu og hélt svo áfram ferð sinni í morgun. Mikil hálka var á vegum í Húnavatnssýslum í gær og mjög hvasst.

Sagt var frá þessu á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra í gærkvöldi, þaðan sem meðfylgjandi myndi eru fengnar.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga