Fréttir | 21. janúar 2019 - kl. 15:03
Opnar snyrtistofu á Skagaströnd

Eygló Amelía Valdimarsdóttir hefur opnað snyrtistofu á Skagaströnd. Eygló er bæði íslenskur og danskur snyrtifræðingur en hún lærði snyrtifræði og spa meðferðir í Danmörku og tók nemasamning á snyrtistofunni Gallerí útlit í Hafnarfirði undir handleiðslu snyrtimeistarans Guðrúnar Bjarnadóttur. Árið 2011 starfaði hún sjálfstætt sem snyrtifræðingur á Skagaströnd með aðstöðu hjá Hárstofunni Viva og er nýja snyrtistofan þar til húsa, í betri aðstöðu, að Bogabraut 7.

Í boði er m.a. andlitsmeðferð, litun, plokkun, vax, handsnyrting, fótsnyrting og vaxmeðferðir.

Sjá má nánar um snyrtistofu Eyglóar hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga