Hrossakjöt.
Hrossakjöt.
Fréttir | 06. febrúar 2019 - kl. 09:21
Hrossakjötsveisla í Eyvindarstofu

Haldin verður hrossakjötsveisla í Eyvindarstofu á Blönduósi föstudaginn 15. febrúar næstkomandi klukkan 19:30. Boðið verður upp á spikfeitt og minna feitt, vel saltað, hrossakjöt frá SAH Afurðum.  Hver og einn má borða eins og hann getur í sig látið. Enn eru nokkur sæti laus en veislan kosta 2.700 krónur. Fagfólk SAH Afurða hefur valið og saltað kjötið eins og þeim er einum lagið og Björn Þór og félagar á B&S Restaurant ætla að sjá um að elda og búa til meðlætið.

Um 40-50 manns hafa skráð sig í veisluna og enn eru 10-20 sæti laus. Best er að hafa samband við Valdimar Guðmannsson á Facebook til að skrá sig.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga