Fréttir | 06. febrúar 2019 - kl. 09:39
112 dagurinn í Húnavatnssýslum

Hinn árlegi 112 dagur verður haldinn næstkomandi mánudag, 11. febrúar um land allt. Þema þessa árs er öryggi heimilisins. Á Blönduósi ætla viðbragðsaðilar að hittast við slökkvistöðina og fara þaðan í hópakstur um bæinn. Tækin verða til sýni við slökkvistöðina að loknum hópakstrinum eða frá klukkan 16-18. Þar verður einnig sýnd notkun á slökkvitækjum, hvernig skuli bera sig að við endurlífgun og fleira. Léttar veitingar í boði. Í Húnaþingi vestra hefur dagskrá dagsins verið færð yfir á sunnudaginn 10. febrúar.

Í Húnaþingi vestra ætla viðbragðsaðilar að efna til hópaksturs um Hvammstanga. Allir fá að fara með í bílana meðan pláss leyfir og verður lagt af stað frá Húnabúð – slökkvistöð klukkan 16:15. Að loknum hópakstrinum verður hægt að skoða búnað, tæki og fleira við Húnabúð og kynnast starfseminni sem fram fer hjá viðbragðsaðilum. Kaffi og kökur í boði. Athugið að dagskrá 112 dagsins í Húnaþingi vestra fer fram sunnudaginn 10. febrúar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga