Tilkynningar | 07. febrúar 2019 - kl. 16:27
Atvinna í Vilko á Blönduósi

Vilko ehf. óskar eftir starfsmanni í framtíðarstarf. Um er að ræða stöðu verkstjóra þurrefnavinnslu. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Upplýsingar gefur Kári Kárason framkvæmdastjóri í síma 452-4272 eða á netfangið kari@vilko.is. Umsóknum skal skila á netfangið kari@vilko.is eða á skrifstofu Vilko á Húnabraut 33 á Blönduósi.

Helstu verkefni

  • Umsjón með blöndun hráefna og pökkunar
  • Samskipti við birgja, hráefniskaup og vörumóttaka
  • Umsjón með lager, umbúðum og merkingum
  • Tiltekt pantana og vöruafgreiðsla
  • Blönduð verkefni

Við leitum að..

  • Einstakling sem getur unnið sjálfstætt og stjórnað starfsfólki í vinnslu
  • Einstakling sem getur annast létt viðhald á vélum og tækjabúnaði
  • Skipulagshæfileikum og snyrtimennsku
  • Aga í vinnubrögðum til að halda utanum skráningar og lager
  • Góðum mannlegum samskiptum og helst kímnigáfu

Hjá Vilko starfa 15 starfsmenn í nokkrum deildum. Vörumerki Vilko eru Prima krydd og Flóru matvörur. Auk matvælavinnslu erum við með hylkjunardeild sem framleiðir bætiefnahylki á innanlandsmarkað og til útflutnings.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga