Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Fréttir | 13. febrúar 2019 - kl. 12:04
Blönduósbær samþykkir móttöku flóttafólks

Sveitarstjórn Blönduósbæjar hefur samþykkt að taka á móti flóttafólki samkvæmt beiðni þar um frá félagsmálaráðuneytinu. Ákvörðunin var tekin í gær eftir kynningarfund með ráðuneytinu fyrir sveitarstjórnarfólk og aðra hagsmunaaðila. Sveitarstjórn áætlar að halda íbúafund á næstunni þar sem farið verður yfir verkefnið og aðkomu samfélagsins að því.

Sveitarstjórn er jafnframt áhugasöm að skoða möguleika á samstarfi á svæðinu um þetta mikilvæga verkefni.

Tengdar fréttir:
Móttaka flóttafólks til skoðunar
Móttaka flóttafólks rædd hjá Blönduósbæ

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga