Tilkynningar | 17. febrúar 2019 - kl. 18:02
Ferð eldri borgara í A-Hún.
Tilkynning

Félag eldri borgara í Austur-Húnavatnssýslu hyggst efna til skemmtiferðar til Austurlands í sumar ef næg þátttaka fæst, 20 til 25 manns.  Farið yrði frá Blönduósi laugardaginn 24. ágúst. Gist yrði í tvær nætur á hótelinu Svartaskógi, sem er á einkar fallegum stað á Héraði. Sunnudeginum yrði varið til að skoða áhugaverða staði á Fljótsdalshéraði undir leiðsögn Þorsteins Bergssonar, sem þekktur er úr Útsvarskeppni sveitarfélaga.

Hótel Svartiskógur hefur boðið fram afar sanngjarnt verð á heildarpakka. Það er gisting í tvær nætur og máltíðir. Verðið er, ef gist er í tveggja manna herbergi kr. 31.270 á mann. Ef einn er í herbergi er verðið 38.786 kr. Félagið tekur þátt í ferðakostnaði að hluta. Fargjald fyrir rútu gæti orðið 8 til 10 þúsund eftir fjölda. Ef af ferðinni verður, verður hún nánar auglýst síðar, og þá farið fram á að þátttakendur greiði staðfestingargjald. 

Þeir sem hafa áhuga á þessari ferð láti skrá sig fyrir 15. mars nk. hjá Sigurjóni í síma 452 4993 og 862 8603 eða hjá Kolbrúnu í síma 690 3124.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga