Frá Blönduósi. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Frá Blönduósi. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Fréttir | 20. febrúar 2019 - kl. 16:59
Íbúafundur á Blönduósi vegna móttöku flóttafólks

Sveitarstjórn Blönduósbæjar boðar til kynningarfundar, vegna móttöku flóttafólks, mánudaginn 25. febrúar næstkomandi, í Félagsheimilinu á Blönduósi klukkan 20:00. Á fundinum mun Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri, gera grein fyrir aðdraganda og stöðu málsins hjá Blönduósbæ og í Húnavatnssýslum. Þá munu þær Nína Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, og Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur frá félagsmálaráðuneytinu, flytja erindi. Íbúa Blönduósbæjar eru hvattir til þess að mæta á kynningarfundinn og verða kaffiveitingar í boði.

Dagskrá:

Valdimar O Hermannsson, sveitarstjóri mun gera grein fyrir aðdraganda og stöðu málsins hjá Blönduósbæ og í Húnavatnssýslum.

Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur frá Félagsmálaráðuneytinu mun kynna verkefnið og reynslu sl. 10 ára.

Nína Helgadóttir, verkefnastjóri flóttamannamála hjá Rauða krossinum mun segja frá hlutverki Rauða krossins á Íslandi.

Fyrirspurnir og umræður. 

Á fundinum verður m.a. óskað eftir, upplýst um og tekið á móti boðum um að gerast stuðningsfjölskyldur, vegna þessa verðuga verkefnis og mun Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Rauða krossins á Norðurlandi verða á fundinum og veita upplýsingar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga