Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 21. febrúar 2019 - kl. 08:22
Skagaströnd hækkar styrk vegna frístundakorts

Sveitarstjórn Skagastrandar ákvað nýverið að hækka styrk vegna frístundakorts fyrir árið 2019 um 67% eða úr 15.000 krónum í 25.000 krónur. Foreldrar barna með lögheimili á Skagaströnd eiga rétt á styrk, fyrir hvert barn á grunnskólaaldri, sem tekur þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Sveitarfélagið hvetur foreldra til að nýta styrkinn, en nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins, að því er segir á vef Skagastrandar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga