Framkvæmdir í kirkjugarðinum síðasta sumar.
Framkvæmdir í kirkjugarðinum síðasta sumar.
Fréttir | 14. mars 2019 - kl. 14:29
Styrktarreikningur opnaður fyrir kirkjugarðinn

Á aðalfundi Kirkjugarðs Blönduóss sem haldinn var 20. febrúar síðastliðinn var samþykkt að opna styrktarreikning fyrir kirkjugarðinn svo hægt sé að halda áfram nauðsynlegum viðgerðum á honum. Á þessu ári verður farið í það stóra verkefni gera við allar steypuskemmdir í kirkjugarðsveggnum.

Velunnarar garðsins sem sjá sér fært að hjálpa til við að láta kirkjugarðinn á Blönduósi líta sem best út er bent á að númer styrktarreikningsins er: 0307-13-600603, kt. 460300-3980. Margt smátt gerir eitt stór.


 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga - New