Skjáskot af fréttum Stöðar 2.
Skjáskot af fréttum Stöðar 2.
Fréttir | 07. mars 2019 - kl. 12:01
Húnvetningar kryddkóngar Íslands

Vilko er með stærstu markaðshlutdeildina í sölu á kryddum hér á landi, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður var á ferð á Blönduósi og ræddi við Kára Kárason, framkvæmdastjóra Vilko. Fyrirtækið var upphaflega stofnað í Kópavogi fyrir hálfri öld en flutti á Blönduós árið 1986. Flestir tengja það við súpur en vöffludeig er þó orðin stærsta söluvara fyrirtækisins. Fyrir ellefu árum hóf Vilko að selja kryddvörur undir vörumerkinu Prima.

Umfjöllunina á Stöð 2 í gærkvöldi má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga