Fréttir | 08. mars 2019 - kl. 15:04
Verkefnið nývinnsla í textílhönnun fær styrk

Textílmiðstöð Íslands og Myndlistarskólinn í Reykjavík hlutu í gær styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna að fjárhæð 2,4 milljónir króna. Styrkurinn er veittur fyrir verkefnið nývinnsla í textílhönnun. Í því felst að núverandi og útskrifaðir nemendur úr textíldeild Myndlistarskólans, fjórir samtals, vinni saman að hönnun og rannsóknum á textíl á Blönduósi í sumar og hanni úr því nýja vöru.

Alls úthlutaði sjóðurinn fjármunum til 59 verkefna, samtals um 80 milljónum króna. Sjá nánar hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga