Textílmiðstöð Íslands í Kvennaskólanum. Skjáskot af fréttum Stöðvar 2.
Textílmiðstöð Íslands í Kvennaskólanum. Skjáskot af fréttum Stöðvar 2.
Fréttir | 09. mars 2019 - kl. 11:04
Textílmiðstöðin á Stöð 2

Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Þar dvelja nú innlendir og erlendir listamenn og hönnuðir um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína í textíl. Á ferð sinni um Blönduós nýverið ræddi Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á Stöð 2, við Elsu Arnardóttur, forstöðumann Textílmiðstöðvar Íslands og Jóhönnu Erlu Pálmadóttur verkefnisstjóra.

Umfjöllunina á Stöð 2 um Textílmiðstöðina má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga