Teikning af fyrirhugaðri nýbyggingu við Hnjúkabyggð 29.
Teikning af fyrirhugaðri nýbyggingu við Hnjúkabyggð 29.
Fréttir | 12. mars 2019 - kl. 15:02
Mikill áhugi á íbúðum í fyrirhugaðri nýbyggingu

Fyrirtækið Uppbygging stefnir á að hefja framkvæmdir við fyrirhugaða nýbyggingu við Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi í næsta mánuði. Húsið verður fimm hæða fjölbýlishús með 20 íbúðum sem verða tveggja, þriggja og fjögurra herbergja, frá 61,5 fermetrum upp í 100 fermetra að stærð. Áætlað er að kaupendur fái íbúðirnar afhentar í byrjun næsta árs ef allt gengur samkvæmt áætlun. Baldvin Ómar Magnússon fasteignasali hjá Húseign fasteignamiðlun, segir í samtali við Húnahornið að Blönduósingar hafi sýnt húsinu mikinn áhuga, fyrirspurnir verið margar og nokkrir hafi nú þegar látið taka frá íbúð fyrir sig.

Íbúðirnar voru auglýstar í byrjun desember á síðasta ári. Á þeim verður harðparket í öllum rýmum nema forstofu og baðherbergjum þar sem verða flísar. Innihugrðir verða yfirfelldar eikarhurðir, baðherbergisveggir flísalagðir og loftræsting frá baðherbergjum. Svalir verða steyptar með galvinseruðu járnhandriði og klætt með plastplötum. Allir útveggir verða einangraðar forsteyptar einingar, gluggar og hurðir úr timbri og áli og loftplötur steyptar. Þá verður stétt við aðalinngang steypt og hellulögð með hitalögnum að hluta. Lóð verður þökulögð og bílaplön malbikuð. ASK arkitektar sjá um hönnun húsanna, byggingaraðili er Uppbygging ehf. og Loftorka sér um forsteyptu einingarnar. Innréttingar eru frá Voké-lll

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga