Unnur Valborg í Landsbyggðum á N4
Unnur Valborg í Landsbyggðum á N4
Fréttir | 12. mars 2019 - kl. 16:41
Tveir viðskiptahraðlar í gangi á Norðurlandi vestra

„Við aðstoðum frumkvöðla með ýmsum hætti, svo sem við að gera viðskiptaáætlanir og stofna fyrirtæki, auk þess sem við erum í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem býður upp á svokallaða viðskiptahraðla þar sem viðskiptahugmyndir eru útfærðar nánar. Núna eru tveir slíkir í gangi á Norðurlandi vestra, annars vegar í Húnavatnssýslum og hins vegar í Skagafirði. Vonandi skila þessir viðskiptahraðlar viðskiptatækifærum sem hægt verður að þróa áfram,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtæka á Norðurlandi vestra. 

Hún er gestur Karls Eskils Pálssonar í þættinum Landsbyggðum á N4, þátturinn verður frumsýndur á fimmtudagskvöld.

„Fjárfestar hafa af og til samband við okkur, en þeir mættu vera fleiri. Í þessari viku voru til dæmis aðilar að kanna aðstæður á svæðinu, en það er ekki hægt á þessum tímapunkti hægt að ræða nánar um þessa heimsókn. Vaxtarbroddurinn í atvinnulífinu er ferðaþjónustan, þótt blikur séu á lofti í greininni þessa dagana.“

Eins og fyrr segir verður viðtalið við Unni Valborgu frumsýnt á fimmtudagskvöld. Viðtalið verður svo aðgengilegt hérna á Húnahorninu á föstudaginn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga