Fréttir | 13. mars 2019 - kl. 10:14
Námsstyrkir til nemenda á framhalds- og háskólastigi

Sveitarfélagið Skagaströnd veitir styrki til nemenda á framhalds- og háskólastigi. Styrkir nema 20 þúsund krónum skólaárið 2018-2019 og eru þeir veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð. Sveitarfélagið auglýsir nú eftir umsóknum og skal þeim skilað til skrifstofu þess fyrir 22. apríl næstkomandi. Nemendur á framhalds- og háskólastigi sem eiga lögheimili á Skagaströnd og fullnægja skilyrðum í reglum um styrkina eiga rétt á umræddum námsstyrk.

Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðu sveitarfélagsins. Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest verða ekki teknar til greina, að því er fram kemur í auglýsingunni.

Reglur um styrkina má sjá hér.

Umsókn um styrk er hér

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga