Fréttir | 13. mars 2019 - kl. 14:54
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði

Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd Blönduósbæjar auglýsir eftir ábendingum um ungt fólk á aldrinum 16-25 ára til að taka þátt í ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands stendur fyrir ráðstefnunni, nú í tíunda sinn, og er yfirskrift hennar Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér?

Á ráðstefnunni er lögð áhersla á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi, að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl.

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára.

Skráning stendur til 26. mars 2019. Nánari upplýsingar er að finna inn á https://www.umfi.is/verkefni/onnur-verkefni/ungt-folk-og-lydraedi/.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga