Keppendur júdódeildar Tindastóls og Pardusar. Ljósm: Einar Örn Hreinsson/tindastoll.is
Keppendur júdódeildar Tindastóls og Pardusar. Ljósm: Einar Örn Hreinsson/tindastoll.is
Fréttir | 18. mars 2019 - kl. 09:13
Tveir frá Pardusi á Vormóti JSÍ

Vormót Júdósambands Íslands fyrir yngri flokka (11-20 ára) fór fram á Akureyri á laugardaginn. Keppendur voru 84 talsins frá tíu júdófélögum, þarf af voru tveir frá júdófélaginu Pardusi á Blönduósi og fimm tóku þátt frá júdódeild Tindastóls. Á heimasíðu deildarinnar er sagt frá mótinu og þar kemur m.a. fram að keppendur Pardusar hafi staðið sig ljómandi vel, þeir Benedikt Þór Magnússon og Guðjón Freyr Sighvatsson.

Benedikt Þór lenti í þriðja sæti í sínum flokki eftir hörku viðureignir og Guðjón Freyr nældi í þriðja sæti eftir flotta frammistöðu. „Það er ljóst að bæði Júdódeild Tindastóls og Júdófélagið Pardus áttu mjög frambærilega þátttakendur á þessu móti sem voru sér og félagi sínu til sóma á allan hátt. Það verður líka að hrósa þeim fyrir árangurinn og keppnisviljann og ljóst er að framtíðin er björt fyrir júdóiðkendur á Norðurlandi vestra,“ segir á heimasíðu júdódeildar Tindastóls.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga