Skjáskot úr Um land allt. Staðarskáli. Stöð2/Einar Árnason.
Skjáskot úr Um land allt. Staðarskáli. Stöð2/Einar Árnason.
Fréttir | 19. mars 2019 - kl. 09:50
Staðarskáli í þættinum Um land allt

Í gærkvöldi var Staðarskáli til umfjöllunar í þættinum Um land allt sem sýndur er á Stöð 2. Fram kom í þættinum að afgreiddar hafa verið uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítrar af kjötsúpu. Staðarskáli er vinnustaður sem tengist nánast hverjum bæ í sveitinni en þar starfa 56 manns á sumrin og 26 yfir vetrartímann og eru margir úr Hrútafirði. Rætt er við Einar Ísfjörð verslunarstjóra N1 í Staðarskála og annað starfsfólk.

Þáttinn er aðeins hægt að sjá í læstri dagskrá og verður hægt að nálgast hann á Stöð 2 Maraþon innan skamms.

Umfjöllun um þáttinn má einnig sjá á visir.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga