Gamli bærinn á Blönduósi fékk styrk í flokknum Verndarsvæði í byggð.
Gamli bærinn á Blönduósi fékk styrk í flokknum Verndarsvæði í byggð.
Fréttir | 19. mars 2019 - kl. 15:43
Húsfriðunarsjóður úthlutar styrkjum

Nýlega fór fram úthlutun styrkja úr Húsfriðunarsjóði fyrir árið 2019. Alls var úthlutað styrkjum fyrir 301,5 milljónir króna til 202 verkefna en fjöldi umsókna var 267 og sótt var um styrki fyrir tæplega einn milljarð króna. Heildarúthlutun til Norðurlands vestra nam 26,5 milljónum, þar af 11,6 milljónum í Austur-Húnavatnssýslu og 5 milljónum í Vestur-Húnavatnssýslu. Hæsta styrkinn í Húnavatnssýslum fékk Holtastaðakirkja, alls 4 milljónir.

Úthlutanir úr Húsfriðunarsjóði fyrir árið 2019 til verkefna í Húnavatnssýslum:

Friðlýstar kirkjur:
Holtastaðakirkja 4.000.000
Ketukirkja 1.500.000
Undirfellskirkja 400.000
Þingeyraklausturskirkja 500.000

Friðlýst hús og mannvirki
Riishús, Borðeyri 1.200.000

Friðuð hús og mannvirki
Hús Sigurðar Pálmasonar Hvammstanga 2.500.000
Möllershús, Sjávarborg Hvammstanga 1.000.000
Verslunarminjasafnið Hvammstanga 300.000
Hillebrantshús Blönduósi 700.000
Skólahúsið Sveinsstöðum 1.400.000

Önnur hús og mannvirki
Gamla KH útibúið á Blönduósi 350.000

Verndarsvæði í byggð
Gamli bærinn á Blönduósi 2.750.000

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga