Úrslit í unglingaflokki. Ljósm: thytur.123.is
Úrslit í unglingaflokki. Ljósm: thytur.123.is
Fréttir | 20. mars 2019 - kl. 15:22
Þriðja mótið í Norðlensku mótaröðinni

Þriðja mótið í Norðlensku mótaröðinni fór fram síðastliðinn laugardag þegar keppt var í T4 og T7 í Þytsheimum á Hvammstanga. Sigurvegari í tölti T4, opnum flokki – 1. flokki, varð Elvar Logi Friðriksson frá hestamannafélaginu Þyt á Griffla frá Grafarkoti. Elvar Logi bar einnig sigur úr býtum í tölti T7, opnum flokki – 1. flokki, á Grámanni frá Grafarkoti. Næsta mót, sem er lokamótið í mótaröðinni verður á Sauðárkróki 30. mars. Keppt verður í tölti T3, T7 og skeiði.

Öll úrslit má sjá á vef Þyts og öll úrslit og tölur úr forkeppni eru einnig inni á LH kappa appinu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga