Fréttir | 21. mars 2019 - kl. 10:04
Galdranámskeið á Blönduósi og Skagaströnd

Töframaðurinn Einar Mikael heldur galdranámskeið á Blönduósi og Skagaströnd um helgina fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Einar hefur sérhæft sig í mismunandi töfranámskeiðum fyrir börn síðastliðin átta ár og hefur opnað Galdraskólann aftur eftir þriggja ára hlé. Á námskeiðinu fá börnin innsýn inn í hinn dularfulla heim töframanna og læra undirstöðuatriði í töfrabrögðum, einfalda og skemmtilega spilagaldra, hugsanalestur og sjónhverfingar. Í lok námskeiðsins setja börnin upp sýningu ásamt Einari Mikael þar sem þau sýna afrakstur námskeiðsins. Allt Galdradót er innifalið.

Viðburðirnir á Facebook: 

Blönduós
https://www.facebook.com/events/428298731310717/

Skagaströnd
https://www.facebook.com/events/391108891713735/

Staðsetning: Ömmukaffi Blönduósi
Dagssetning: Helgarnámskeið 23. og 24. mars
Tími: 13:00 til kl. 14:30 tvö skipti
Aldur: 6 til 12 ára
Verð: 6.000 kr. allt námskeiðsefni innifalið

Staðsetning: Fellsborg Skagaströnd
Dagssetning: Helgarnámskeið 23. og 24. mars
Tími: 11:00 til kl. 12:30 tvö skipti
Aldur: 6 til 12 ára
Verð: 6.000 kr. allt námskeiðsefni innifalið  

Hægt er að skrá sig með því að senda póst á galdranamskeid@gmail.com með nafni og aldri greiða þarf fyrir námskeiðið fyrir fyrsta tíma.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga