Frá fundi RKÍ á Hvammstanga. Ljósm: Aðsend.
Frá fundi RKÍ á Hvammstanga. Ljósm: Aðsend.
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir. Ljósm: Aðsend.
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir. Ljósm: Aðsend.
Fréttir | 21. mars 2019 - kl. 13:11
Fræðslufundir RKÍ um menningu og sögu Sýrlands vel sóttir

Rauðakrossdeildin í Húnavatnssýslum hélt tvo vel sótta fundi í vikunni, á Blönduósi 18. mars og Hvammstanga 19. mars. Á fundunum flutti Guðrún Margrét Guðmundsdóttir erindi um sögu Sýrlands og aðdraganda átaka sem staðið hafa þar síðasta áratug. Fundirnir eru hluti af undirbúningi á móttöku nærri 50 sýrlenskra flóttamanna á Blönduósi og Hvammstanga sem verður líklega í byrjun maí næstkomandi.

Guðrún Margrét og Nína Helgadóttir frá RKÍ svörðu síðan fyrirspurnum um aðkomu Rauða krossins að þessu verkefni. Guðrún Margrét hefur verið ráðin verkefnisstjóri fyrir hönd RKÍ við móttöku nýju íbúanna, bæði á Blönduósi og Hvammstanga, og hefur hún störf í byrjun apríl.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga