Gangbrautarvörðurinn með nýja merkið. Ljósm: grunnskoli.hunathing.is.
Gangbrautarvörðurinn með nýja merkið. Ljósm: grunnskoli.hunathing.is.
Fréttir | 21. mars 2019 - kl. 17:51
Gáfu skólanum stöðvunarmerki

Sumir ökumenn á Hvammstanga virða ekki gangbrautarvörðinn við Grunnskóla Húnaþings vestra en hann eykur öryggi nemenda sem eru á leið til og frá matsal. Þessu hafa starfsmenn Tengils tekið eftir sem ákváðu að færa skólanum stöðvunarmerki að gjöf fyrir gangbrautarvörðinn. Merkið er einnig með ljósi sem hægt er að nota í skammdeginu. Sagt er frá þessu á vef Grunnskóla Húnaþings vestra þaðan sem meðfylgjandi mynd er fengin.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga