Fréttir | 03. apríl 2019 - kl. 10:37
577 undirskriftir söfnuðust fyrir Húnavallaleið

Undirskriftarsöfnun þar sem þess var krafist að svokölluð Húnavallaleið verði sett á samgönguáætlun er nú lokið. Söfnunin hófst 17. október 2018 og lauk 1. apríl síðastliðinn. Þeir sem skrifuðu undir óskuðu eftir því að gert yrði ráð fyrir nýjum vegi í samgönguáætlun 2019-2033 sem færi framhjá Blönduósi og myndi stytta leiðina milli Norðausturlands og vesturhluta landsins um allt að 14 kílómetra. Fjármagna ætti leiðina með hóflegum veggjöldum. Ábyrgðarmaður söfnunarinnar var Jónas Guðmundsson, forsvarsmaður Samgöngufélagsins. Alls söfnuðust 577 undirskriftir.

Bæði Blönduósbær og Húnavatnshreppur hafa hafnað þessari vegastyttingu og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa skorað á öll sveitarfélög landsins að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga í skipulagsmálum en tilefnið var framlögð þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna árið 2011 um lagningu Svínavatnsleiðar eins og hún var kölluð þá.

Tengdar fréttir:

Húnavatnshreppur á móti áformum um Húnavallaleið

Vilja Húnavallaleið aftur á dagskrá

Leiðarmenn gefast ekki upp

Húnavallaleið í einkaframkvæmd?

Nefnd fer yfir vegi og skipulag

Húnavallaleið út af borðinu

Ákvörðunin sé heimamanna

Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögunum

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga