Hafíssetrið er til húsa í Hillebrantshúsi
Hafíssetrið er til húsa í Hillebrantshúsi
Dr. Þór Jakobsson.
Dr. Þór Jakobsson.
Fréttir | 10. apríl 2019 - kl. 07:25
Hafíssetrið gæti opnað á ný í sumar

Dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur hefur óskað eftir því við sveitarstjórn Blönduósbæjar að Þórsstofa, sem er til húsa í Kvennaskólanum og Hafíssetrið í Hillebrantshúsinu verði flutt frá Blönduósi. Í erindi sem Þór sendi sveitarstjórn í síðasta mánuði óskar hann eftir góðri samvinnu á næstu mánuðum varðandi flutninginn. Byggðaráð Blönduósbæjar hefur fjallað um erindi Þórs og samþykkir að afhenda Þórsstofu með viðeigandi gögnum til flutnings, en hafnar að Hafíssetrið verði tekið niður og flutt að svo stöddu. Í fundargerð byggðaráðs frá því á mánudaginn segir að á næstu vikum verði þróaðar hugmyndir um mögulega opnun Hafíssetursins í sumar.

Í erindi Þórs kemur fram að Þórsstofa eigi að flytja til Odda á Rangárvöllum en kort og skjöl henni tengdri til Fögrubrekku í Hrútafirði. Þá eigi Hafíssetrið að flytja til Borgarness, í byggingu skammt frá Landnámssetrinu sem upphaflega var Mjólkursamlag Borgarfjarðar. Áætlað er að byggja þar upp sýningu um norðurslóðir og yrði m.a. fjallað um Grænlandsfarann og landkönnuðinn Jean-Baptiste Charcot og rannsóknaskip hans Pourquoi Pas.   

Hafíssetrið á Blönduósi hefur ekki verið opið almenningi í rúm þrjú ár. Setrinu var lokað í lok sumars 2015 og hefur ekki verið opnað aftur. Dr. Þór Jakobsson var upphafsmaður að setrinu.

Tengdar fréttir:

Óvissa um framtíð Hafíssetursins

Setur veðra og vinda við Húnaflóa? - „Uppfærsla“ Hafíssetursins á Blönduósi

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga