Höfðaskóli
Höfðaskóli
Fréttir | 11. apríl 2019 - kl. 09:09
Tvær umsóknir um stöðu skólastjóra Höfðaskóla

Tveir umsækjendur voru um stöðu skólastjóra við Höfðaskóla á Skagaströnd, Sara Diljá Hjálmarsdóttir og Sonja Dröfn Helgadóttir. Staðan var auglýst 2. mars og rann umsóknarfrestur út 24. mars síðastliðinn. Í Höfðaskóla eru um 80 nemendur í 1.-10. bekk og koma nemendur frá Skagaströnd og Skagabyggð. Nýr skólastjóri mun hefja störf eigi síðar en 1. ágúst næstkomandi.

Á vef Skagastrandar eru auglýstar fleiri lausar stöður til umsóknar við Höfðaskóla skólaárið 2019-2020:

  • 50% staða aðstoðarskólastjóra
  • Staða umsjónarkennara á unglingastigi. Almenn kennsla.
  • Staða umsjónarkennara á miðstigi. Almenn kennsla.

Umsóknarfrestur er til 24. apríl n.k.

Nánari upplýsingar um störfin veitir skólastjóri, Vera Ósk Valgarðsdóttir, hofdaskoli@hofdaskoli.is og í síma 452 2800/862 4950.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga