Liljana Milenkoska. Ljósm: hunathing.is
Liljana Milenkoska. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 11. apríl 2019 - kl. 09:14
Verkefnastjóri ráðinn vegna móttöku flóttafólks í Húnaþingi vestra

Liljana Milenkoska, hjúkrunarfræðingur, hefur verið ráðin í tímabundið starf verkefnastjóra vegna móttöku flóttafólks í Húnaþingi vestra. Áætlað er að hópurinn komi fyrstu viku næsta mánaðar. Starf verkefnastjóra er að hafa umsjón með móttöku flóttafólksins og þjónustu við það. Verkefnastjóri á náið samstarf við svið og stofnanir sveitarfélagsins, Rauða krossins, félagsmálaráðuneytisins og aðra aðila innan og utan sveitarfélagsins. Einnig annast hann skipulag fræðslu og kynningar til flóttafólksins og þá sem að málum koma.

Starfsstöð Liljönu er í Ráðhúsi Húnaþings vestra og hefur hún netfangið liljana@hunathing.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga